3. febrúar 2019

Sunnudagana 27. janúar og 3. febrúar verður blásið til hátíðar í Laugardalshöll sem hefst með kvöldverði. Á hátíðunum verða veittar viðurkenningar fyrir bestu afrekin í hverri íþróttagrein og boðið uppá skemmtidagskrá.

Hægt er að kaupa miða í gegnum mótshaldara hvers móts fyrir 4.500 kr / 2.250 kr fyrir 11 ára og yngriMiðasölu í mat lýkur sólarhring fyrir hvora hátíð.

Eftir matinn er frír aðgangur fyrir alla þátttakendur á leikunum. Miðaverð eftir matinn fyrir aðra er 800 kr í forsölu á tix.is en 1.000 kr ef greitt er við innganginn. Smelltu hér til að skoða dagskrána fyrir 27. janúar.

 

3. febrúar 2019

Dagskrá:

Húsið opnar 19:00
Matur borinn fram 19:15
Dansatriði 19:30
Ávarp 19:45
Samantektarmyndband 20:00
Verðlaunaafhending 20:15
Íþróttasýning 20:30
Söngur - Eyþór Ingi 20:45
Hátíð lýkur 21:15

Matseðill:

Steikarhlaðborð: Hvítlauks og jurtakryddað lambalæri með villisveppasósu, hunangsgljáðar kalkúnabringur, ofnsteiktar kartöflur, sætkartöflugratin með engifer og timian, smjörsteikt grænmeti, ferskt salat með croutons og annað tilheyrandi meðlæti. Brauð, smjör og pestó.

Kaffi og konfekt á eftir.

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins