
RALLY og HERMIAKSTUR
4. febrúar Rallý keppni
Rally er ein elsta grein akstursíþrótta sem keppt hefur verið í á Íslandi. Akstur í rallý skiptist upp í „ferjuleiðir“ og „sérleiðir“.
Á ferjuleiðunum eru keppnisbílarnir í almennri umferð, lúta almennum umferðarreglum og eru á leið milli sérleiða.
Keppnin sjálf fer fram á lokuðum sérleiðum og þar skipta sekúndur máli og sú áhöfn vinnur sem er með lægsta heildartímann - hraðasta vinnur!
Í rallybíl eru tveir keppendur í áhöfn. Ökumaður sem þarf þarf að geta keyrt hratt og örugglega ásamt aðstoðarökumanni sem leiðbeinir ökumanninum með því að segja hvað er framundan. Þetta er gert með "nótum" sem áhöfn vinnur fyrir hverja keppni.
Rallysprettur er frábrugðin því sem hefðbundið rally er, þar sem keppt er á stuttum leiðum eða í þessu tilfelli á lokaðari hringakstursbraut.
Flokkar sem keppt er í Rally:
Flokkur A: Allra flottustu rallýbílar sem völ er á sbr. því sem keppt er á í heimsmeistarakeppninni.
(T.d. Ford Fiesta WRC, Citroen DS3 WRC)
Flokkur B: Grúppu N bílar; 300 hestafla bílar sem eru fjöldaframleiddir
(T.d. Subaru Impreza STi, Mitsubishi Lancer EVO)
Jeppaflokkur: Eins og nafnið gefur til kynna; jeppar.
(T.d. Jeep Cherokee, Land Rover)
AB Varahlutaflokkur: Lítið breyttir bílar án turbínu, hámarks hestöfl 160.
(T.d. Subaru Impreza, Subaru Legacy)
Eindrifs X flokkur: Bílar með drif á einum öxli, flest allar breytingar leyfðar en hámarks hestöfl eru 300.
(T.d. Ford Escort, BMW, Volvo)
DAGSKRÁ 4. FEBRÚAR
– Mæting kl. 08:30 á Kvartmílubrautina í Hafnarfirði
– Keppnisskoðun hefst kl. 09:00 á svæðinu
– Keppendafundur kl. 09:55
– Leiðaskoðun kl. 10:00 - 10:25 (fyrir þá sem vilja gera nótur)
– Fyrsti bíll kl. 10:30
– Keppnislok 16:00
– Verðlaunaafhending. Staðsetning og tími auglýst síðar.
ATH
Engin takmörk á ferðum keppenda
3 bestu tímarnir samanlagt gilda til verðlauna
Hermikappakstur - 5. Febrúar klukkan 16:00-19:00
Akstursíþróttir keppa 5. febrúar frá kl.ukkan 16:00-19:00 og 19:00-22:00.
E-Racing Multiclass Masters
Nurburgring GP. Two car Classes: LMP2 & Mazda MX5. Both cars driven by competitors in two race 45 minute Heats. (Ex. a driver will compete in an LMP2 car in Heat 1, then drive Heat 2 in a Mazda MX5)
GTAkademian and AKIS present a race format which will test driving skills to the limit and provide for an exciting and unique racing experience, both for drivers and viewers.
The winner of the tournament will achieve the prestigious title of; RIG Multiclass Master 2023, as well as a physical trophy marking the achievement.
Regulations and signup found here; https://www.gta.is/rig2023/
eSport Deildir RÍSÍ keppa í Gran Turismo og F1-22 frá 19:00-22:00.
Gran Turismo Deildin – https://gtsiceland.com
Formúla 1 Deildin – https://gta.is/f1