Ásdís Hjálms Annerud

3. febrúar - þjálfun afreksfólks

Umhverfi afreksíþróttafólks - hvað þarf?

Í erindinu fjallar Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, þrefaldur Ólympíufari, um hvaða aðbúnað afreksíþróttafólk þarf til að ná sem bestum árangri. Hún deilir sinni reynslu sem afreksíþróttakona í tvo áratugi og hvað það var sem virkaði og hvað virkaði ekki. Hvernig þurfum við að búa að afreksíþróttafólkinu okkar til þess að hjálpa því að ná sem bestum árangri?

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er Íslandsmethafinn í spjótkasti kvenna, doktor í ónæmisfræði og fyrirlesari. Hún keppti fyrir Íslands hönd á 18 stórmótum í öllum aldursflokkum og eftir að ferlinum lauk snéri hún sér að því að hjálpa íþróttafólki með andlegu hliðina á íþróttaiðkun. Hún er einnig formaður Íþróttamannanefndar ÍSÍ.

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins