Galakvöldverður - 25.janúar

Danspar

Galakvöldverður og úrslit í dansi verða laugardagskvöldið 25.janúar í Laugardalshöll

Laugardagskvöldið 25.janúar verður keppt til úrslita í dansi í Laugardalshöll. Áður en keppni hefst verður boðið uppá galakvöldverð. Þetta er mjög hátíðleg og glæsileg dagskrá sem allir hafa gaman af. Snyrtilegur klæðnaður skilyrði, ekki íþróttaföt. Umsjón er í höndum Dansíþróttasambands Íslands.

Húsið opnar klukkan 18:30 og hefst borðhald klukkan 19:00. Borðhaldið er lokað til klukkan 19:30 en þá verður áhorfendum í stúku hleypt inn í sal. Bein útsending á RÚV hefst svo klukkan 19:45.

Miðaverð í mat er 5.100 kr og er hægt að kaupa miða á tix.is. Borðapantanir fara í gegnum bord@dsi.is. Athugið að sæti við borð er ekki tryggt fyrr en búið er að senda póst á bord@dsi.is.

Matseðill

Forréttur
Koníaksbætt sjávarréttasúpa með dillrjóma

Aðalréttur
Rósmarínkrydduð lambasteik með kartöflusmælki og rauðvínssoðsósu

Eftirréttur
Kaffi og konfekt

Auglýsing fyrir gala danssýningu og kvöldverð

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins