Hjólreiðar

Enduro hjólakeppni

28. janúar frá 13:00-16:00

Enduro hjólakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Ellíðaárdal og Öskjuhlíðinni í vetraraðstæðum og myrkri.

Tindur, BFH og HFR halda í sameiningu RIG Enduro árið 2023. Stefnt er á að breyta út af vananum og færa okkur að hluta til úr Öskjuhlíð og byrja keppnina í Breiðholti og Árbæ með urban ívafi. Þaðan mun leiðin liggja niður í Öskjuhlíð þar sem síðustu sérleiðir verða.
ATH! aðstæður í dag eru erfiðar til fjallahjólreiða og verður því staðan metin þegar nær dregur hvort hægt sé yfir höfuð að halda keppnina en reynt verður eftir fremsta megni að koma því í kring að hægt sé að keppa. Hvetjum alla, unga sem aldna að setja nagladekkin undir og taka þátt í vetrar Enduro, skemmtun sem er engu lík. 

Keppnirnar eru krefjandi líkamlega því það getur tekið 3-5klst að klára allann hringinn/leiðina.

Staðsetning

Breiðholt - Árbær - Öskjuhlíð

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins