Hjólreiðar - brekkusprettur

Skólavörðustígur

1. febrúar 2019

Brekkusprettskeppnin fer fram á Skólavörðustíg, einni fegurstu götu Reykjavíkur, föstudaginn 1.febrúar og hefst klukkan 19:00. Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðarstræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðafáki er frjálst. Keppnin er hluti af off venue dagskrá Reykjavíkurleikanna.

Mótsboð

Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og skráningu eru væntanlegar.

Staðsetning

Skólavörðustígur

Facebook viðburður

Facebook viðburður með nánari upplýsingum er væntanlegur.

Keppendur fyrri ára

Margt af besta hjólreiðafólki landsins hefur tekið þátt í brekkusprettskeppni Reykjavíkurleikanna í gegnum tíðina. Rakel Logadóttir og Agnar Örn Sigurðarson úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sigruðu árið 2018

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]