Partý - sunnudagskvöld
Blöðrur

Fögnum góðri keppni í RIG partýi í Laugardalshöll sunnudagskvöldin 26.janúar og 2.febrúar.

Sunnudagana 26. janúar og 2. febrúar verða haldin partý í anddyri Laugardalshallar klukkan 19:00-21:00. Þar verða veittar viðurkenningar fyrir bestu afrekin í hverri íþróttagrein og að því loknu verður boðið uppá léttar veitingar, drykki og skemmtun.

Hægt er að kaupa miða í gegnum mótshaldara hvers móts fyrir sig og á tix.is. Miðasölu lýkur sólarhring áður en partý hefst. Þau sem kaupa VIP miða fá aðgang að VIP herbergi fyrir 20 ára og eldri á 2.hæð.

Um er að ræða standandi borðhald þar sem smáréttir og drykkir verða í boði ásamt tónlist, leikjum og fjöri. Snyrtilegur fatnaður æskilegur, ekki íþróttaföt.

Smáréttahlaðborð - 3.900 krónur

 • Beikonvafðar pylsur
 • Kókosrækjur „butterfly“
 • BBQ kjötbollur
 • Hamborgari „pulled pork“
 • Ostborgari
 • Mini pizzur
 • Kjúklingaspjót
 • Mozarella ostastangir
 • Blandaður eftirréttabakki

Smáréttahlaðborð VIP - 4.900 krónur - aldurstakmark 20 ára

 • Tómat/mozarella/basil tapas
 • Reyktur lax á brauðsnittu
 • Nauta carpaccio
 • Kókosrækjur „butterfly“
 • Hamborgari „pulled pork“
 • Ostborgari
 • Kjúklingaspjót
 • Blandaður eftirréttabakki
Samstarfsaðilar
 • Garmin merkið
 • Merki Suzuki
 • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins
 • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]