
Íþróttir eru fyrir alla
Í tengslum við Reykjavík International Games standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Íþróttir eru fyrir alla.
Ráðstefna fer fram fimmtudaginn 4. febrúar frá kl.13:00 – 16:00 í Háskólanum í Reykjavík. Vegna samkomutakmarkana verður ekki hægt að mæta í sal en ráðstefnunni verður streymt á Youtube rás Reykjavíkurleikanna.
Megin áherslur ráðstefnunnar:
- Niðurstöður rannsóknar um viðhorf hinsegin fólks í íþróttum
- Frístundastarf í Breiðholti – tilraunaverkefni
- Barnvænt samfélag á Akureyri
- Verkferlar og leiðbeiningar um kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í íþróttum
- Reynslusögur íþróttafólks
Fyrirlesarar:
Arna Sigíður Albertsdóttir, Birta Björnsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Tótla I Sæmundsdóttir, Þráinn Hafsteinsson og Ingi Þór Jónsson
Boðið verður uppá beina útsendingu á Youtube rás Reykjavíkurleikanna.
Efni frá ráðstefnunni árið 2020 má finna hér, og efni frá fyrri árum hér.
Erindin sem flutt voru:
Ásmundur Einar Daðason Félags- og barnamálaráðherra
Hrafnhildur Guðjónsdóttir - "Raddir barna."
Þráinn Hafsteinsson - Tilraunaverkefnið "Frístundir í Breiðholti"
Arna Sigríður Albertsdóttir, "Frá svigskíðum yfir í handahjólreiðar."
Tótla I. Sæmundsdóttir "Hinsegin í íþróttum, rannsókn á líðan hinsegin ungmenna"
Ingi Þór Jónsson "37 árum síðar: upplifun samkynhneigðs ólympíufara"
Birta Björnsdóttir "Verkferlar og leiðbeiningar, bæklingur um kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í íþróttum"
Dagskrá:
Streymi frá ráðstefnunni 2021
Að ráðstefnunni standa: