Ráðstefna um íþróttir á Reykjavik International Games

  Ráðstefna um "Íþróttir 2022" fer fram 2. og 3. febrúar, 2022.

  Fjallað verður um íþróttir barna og ungmenna, þjálfun afreksfólks og stjórnun íþróttafélaga.

  Að ráðstefnunni standa

  Megin áherslur ráðstefnunnar

  Íþróttir barna

  • Hvernig getum við eflt foreldrastarf?  
  • Hvernig getum við barist gegn óæskilegum þjálfunaraðferðum? 
  • Hvernig geta þjálfarar og foreldreldrar aðstoðað börn til að ná árangri í íþróttum? 
  • Hvernig er andleg heilsa barna í íþróttum?

  Stjórnun íþróttafélaga 

  • Hvernig er hægt að bæta menninguna í þínu íþróttafélagi?  
  • Hvað virkar í kynningarmálum íþrótta?  
  • Hvernig virkjum við samfélagslega þátttöku og styrktaraðila?  
  • Hver er tilgangur íþróttastarfs? 

  Þjálfun afreksfólks  

  • Hvað þarf til þess að afreksíþróttafólk nái árangri? 
  • Hverjir eru sálfræðilegir þættir íþróttameiðsla? 
  • Hvað þarf til að verða ólympíumeistari?  
  • Hvernig getur afreksíþróttafólk unnið úr kvíða?  

  Þekktir erlendir og innlendir fyrirlesarar koma til landsins, frekari upplýsingar um fyrirlesarana má finna hér. Hægt er að skoða dagskránna hér

  Hægt verður að nálgast miða á alla ráðstefnuna í byrjun janúar.

  Í tengslum við Reykjavík International Games standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík að ráðstefnunni.

  Að ráðstefnunni standa:

  Samstarfsaðilar
  • Garmin merkið
  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins
  • Merki Bændaferða

  Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

  Íþróttabandalag Reykjavíkur
  Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]