Rafíþróttir
Mynd af íþróttafólki sem eru fulltrúar sinna greina á Reykjavíkurleikunum.

Laugardalshöll

26.-27. janúar

Laugardalshöll
Engjavegur 8
104 Reykjavík

FACEBOOK VIÐBURÐIR

Mótið er með tvo facebook viðburði. Einn fyrir fyrri keppnisdaginn, 26. janúar og annan fyrir seinni keppnisdaginn, 27. janúar. Þar er að finna nánari upplýsingar um tímasetningu keppninnar o.fl. áhugavert.

Aldurstakmark

12 ára aldurstakmark er á viðburðinn nema í fylgd með fullorðnum. Krakkar undir 12 ára fá frítt inn með fullorðnum.

Almenn lýsing

Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur kynna með stolti stærsta rafíþróttaviðburð Íslands frá upphafi! Dagana 26-27. Janúar munu bestu lið landsins í Fortnite, Counter Strike og League of Legends keppa um hver getur kallað sig rafíþróttameistara Reykjavíkurleikanna í fyrsta sinn. Þar að auki mun sigurvegari í League of Legends móti Reykjavíkurleikana vinna sér inn keppnisrétt á “Nordic Championship” á Dreamhack í febrúar, en Dreamhack er stærsti LAN viðburður Evrópu.

Auk rafíþróttamótana verður nóg um að vera fyrir áhorfendur. Hægt verður að prófa akstursherma og fræðast um hvernig má nota þá til að þjálfa akstursíþróttamenn framtíðarinnar, hægt verður að fræðast um rafíþróttir frá stjórnarmönnum RÍSÍ, áhorfendur geta unnið tækifæri á að spila Fortnite uppá stóra sviðinu ásamt því að á Sunnudeginum verður sannkallað Stjörnustríð í Fortnite en þá munu þjóðþekktir einstaklingar keppa samhliða bestu spilurum landsins og komast að því hver er besta stjarna Íslands í Fortnite.

Dagur 1:

Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur kynna með stolti stærsta rafíþróttaviðburð Íslands frá upphafi!

Á degi 1 verður keppt í Fortnite, þar sem fjögur efstu tveggja manna liðin í mótinu munu keppa um hver stendur uppi sem sigurvegari. Að móti loknu munu átta heppnir gestir fá að leika listir sínar uppá sviði og fá ráð frá bestu spilurum landsins á meðan.

Eftir að Fortnite dagskránni lýkur verður sviðið hreinsað og stillt upp fyrir League of Legends. Þar munu fjögur efstu lið mótsins spila uppá hvaða lið komast í úrslitaleikinn þann 27. Janúar.

Eftir að League of Legends dagskránni lýkur verður stillt upp fyrir Counter Strike: Global Offensive. Þar munu tvö bestu lið landsins eigast við í úrslitum uppá sviði í Bo3 seríu af hágæða Counter Strike. 16 ára aldurstakmark er á Counter Strike hluta mótsins nema í fylgd með fullorðnum.

Dagur 2:

Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur kynna með stolti stærsta rafíþróttaviðburð Íslands frá upphafi!

Á degi 2 verður Stjörnustríð í Fortnite þar sem fjórar íslenskar stórstjörnur slást í lið við fjóra bestu spilara Íslands og keppast um titilinn Fortnite Stjarna Íslands! Að móti loknu geta áhorfendur síðan unnið tækifæri til að spila við hlið stjarnanna uppá stóra sviðinu. Eftir það gefst kostur á að ná myndum og eiginhandaráritunum með spilurunum.

Eftir að Fortnite dagskránni lýkur er komið að úrslitum League of Legends mótsins á RIG og keppast tvö bestu liðin gegn hvort öðru til að komast að því hver hreppir titilinn á Reykjavíkurleikunum og hver vinnur sér inn keppnisrétt á Nordic Championship á Dreamhack 2019.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]