Skák

Skák verður hluti af Reykjavíkurleikunum í ár.

Laugardaginn 29. janúar fer fram Reykjavíkurhraðskákmótið í Laugardalshöllinni. Um er að ræða hraðskákmót þar sem erlendu keppendurnir taka þátt, sem og boðsgestir. Þátttakan miðast við u.þ.b. 40 keppendur. Keppnin verðu frá kl. 13:00-16:00 og verður streymt hér að ofan.

Landskeppni Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar verður á RÚV sunnudaginn, 30. janúar 2021.

Tefldar eru atskákir (10+5) eftir útsláttarfyrirkomulagi. Verði jafnt (2-2) verður tefld  bráðabanaskák. Dregið verður um hvort bráðabanaskákin fari fram á karla- eða kvennaborðinu. Keppnin verður frá kl. 13:00-16:00 og verður í beinni á RÚV og streymt hér að ofan.

Samstarfsaðilar
  • Garmin merkið
  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins
  • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]