
Badminton - TBR húsið 28. - 29. janúar
RSL internation Iceland er hluti af Reykjavík International Games, sem fer fram dagana 26. Janúar til 29. Janúar.
Mótið er mjög stórt, með 291 keppanda frá 40 löndum. Alls eru 14 erlendir dómarar sem koma til landsins fyrir mótið, auk þess eru 4 íslenskir dómarar á mótinu. Mótið er hluti af Future Series mótaröð alþjóða badmintonsambandsins sem jafnframt gildir til heimslista.Margir frábærir keppendur eru skráðir til leiks alls eru 15 einstaklingar og 17 pör skráð sem eru ofar en 200 á heimslista.
Keppendur
Efst á heimslist í einliðaleik í mótinu er hin 22 ára Tereza ŠVÁBÍKOVÁ frá Tékklandi, hún er númer 67 á heimslista í einliðaleik kvenna. Tereza hefur staðið sig vel í mörgum mótum síðasta ár. Núna síðast spilaði hún á Welsh International í desember þar sem hún komst í 16 manna úrslit. Þar áður spilaði hún í Norwegian International og komst í átta manna úrslit.
Eitt par í tvíliðaleik kvenna er á top 50 í heiminum í sinni grein. Kati-Kreet Marran og Helina Rüütel eru númer 49 á heimslista. Þær hafa nýlokið þátttöku á Estonian International þar sem þær komust í undanúrslit. Í ágúst 2022 unnu þær Latvia International sem er Future Series mót, líkt og RSL Iceland International.
Alls eru 30 íslenskir keppendur á mótinu. Efst á heimslista af íslensku keppendunum er tvenndarleiksparið Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir, en þau eru í sæti 295 á heimslistanum í tvenndarleik. Daníel Jóhannesson er nýkjörinn badmintonmaður ársins árið 2022. Daníel varð Íslandsmeistari í einliðaleik karla árið 2022, það er þriðji íslandseistaratiltill Daníels. Í desember 2022 fór Daníel með landsliði Íslands til Sviss að keppa í undankeppni Evrópumeistaramóts blandaðra liða. Sigríður er efst á stigalista í öllum greinum á mótaröð Badmintonsambands Íslands. Daníel og Sigríður hafa verið einstaklega dugleg að sækja mót erlendis og núna síðast í janúar til Eistlands á Estonian International. Einnig kepptu þau í tvenndar á Evrópumeistaramótinu á Spáni síðasta vor.
Í tvíliðaleik karla eru Kristófer Darri Finnsson og Davíð Barni Björnsson efstir á heimslista af þeim íslensku keppendum í þeirri grein. Þeir hafa sömuleiðis verið mjög duglegir að sækja mót erlendis. Núna síðast í nóvember síðastliðin í Noregi á Norwegian International þar sem þeir komust í átta liða úrslit.
STAÐSETNING
Stóra salnum í TBR
Gnoðavogi 1
104 Reykjavík
TÍMASETNINGAR
Tímasetningar leikja er hægt á sjá á Tournament software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/8e707e95-b6d3-4eb5-8921-696288553ea3/Matches
Einnig er hægt að nálgast frekar upplýsingar um mótið á heimasíðu Badmintonsambands íslands, badminton.is eða á facebook viðburði mótsins, RSL Iceland International á facebook.
Horfðu á alla Reykjavíkurleikana í gegnum streymi á Staylive.
Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar Breska-Indlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar.