Klifur

Klifurkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 27. og 29. janúar

Klifurkeppnin er hluti af Reykjavik International Games. Árleg íþróttakeppni sem haldin er í Reykjavík ár hvert í lok janúar. Klifrið er haldið af Klifurfélagi Reykjavíkur. Undankeppnin fer fram 27. janúar í Klifurhúsinu, Ármúla 23 og úrslit dagana 27. janúar fyrir U14 og U16,  29. janúar í opnum flokki í Laugardalshöll.  Keppnin er opin fyrir klifrara frá öllum þjóðum en með sérstakri áherslu á norræna íþróttamenn.

 

Keppnisstaðir

Klifurhúsið (íþróttaaðstaða Klifurfélags Reykjavíur) 
Ármúli 23
108 Reykjavík

Laugardalshöll sport center 
Engjavegur 8
104 Reykjavík

Leiðarsmiðir
Fabian Pensel, yfirleiðasmiður
Laufey Rún Þorsteinsdóttir
Elmar Orri Gunnarsson 
Alexander Ólafsson
Ágústa Gunnarsdóttir

Aldursflokkar

  -  Opin flokkur kvenna 
  -  Opin flokkur karla
  -  Undir 16 kvenna
  -  Undir 16 karla
  -  Undir 14 kvenna
  -  Undir 14 karla

 

Keppnisfyrirkomulag  

Opin flokkur

Undankeppni: 25 leiðir (5 erfiðleikastig, 5 leiðir í hverju stigi). Taldar eru þær 5 leiðir sem gefa flest stig. Keppendur hafa 90 mínútur til að klára þær leiðir sem þeir kjósa. Leyfilegt er að horfa á aðra klifra. Efstu 12 komast áfram.

Undanúrslit: 4 leiðir. 4 mínútur á/hvíld + 15 sek. Klifrað beint af augum (ekki má skoða leiðir fyrirfram). Efstu 6 komast áfram.  

Úrslit: Fjórar leiðir. Fjórar mínútur á leið (IFSC Heimsmeistaramóts fyrirkomulag). Átta mínútna skoðunartími áður en umferðin hefst

Yngri flokkar U14 og U16.

Undankeppni: 25 leiðir (5 erfiðleikastig, 5 leiðir í hverju stigi). Taldar eru þær 5 leiðir sem gefa flest stig. Keppendur hafa 90 mínútur til að klára þær leiðir sem þeir kjósa. Leyfilegt er að horfa á aðra klifra. Efstu 6 komast áfram. Ef klifrara í U16 vilja einnig keppa í opnum mun framistaða þeirra einnig koma þeim áfram í U16.

Úrslit: 4 leiðir. 5 mínútur á/hvíld + 15 sek.  Klifrar munu fá aðgang að myndböndum af leiðunum klifruðum fyrirfram.

Skráning - Eigi síðar en 25. janúar 2024. 
Skráningargjald er 4000 kr. / hægt er að skrá sig hér, https://www.corsa.is/en/141/register

DAGSKRÁ er að finna á Facebook viðburði mótsins

https://www.facebook.com/events/1085369422831665 

Streymi og samfélagsmiðlar
Fylgið facebook viðburði Reykjavíkurleikanna og klifurhússins 2024:
https://www.facebook.com/events/1085369422831665?ref=newsfeed
https://www.facebook.com/reykjavik.international.games
Úrslitum í opnum flokki verður sjónvarpað á RÚV

 Fréttir og myndir verða settar inn á facebook og Instagram síður Klifurhússins

 

 

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins