Um okkur

Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð hér í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur.

Hugmyndin að því að halda afreksíþróttamót fjölmargra íþróttagreina yfir sömu helgina sprettur annars vegar af frumkvæði forráðamanna frjálsíþróttadeildar ÍR og Sundfélagsins Ægis sem höfðu haldið alþjóðleg mót í janúar um tveggja áratuga skeið. Hins vegar kviknaði sú sama hugmynd þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur hélt velheppnaða Alþjóðaleika Ungmenna í Laugardalnum árið 2007 (International Children´s Games). Það var svo af frumkvæði Þráins Hafsteinssonar frjálsíþróttaþjálfara ÍR og Gústafs Adolfs Hjaltasonar formanns Sundfélagsins Ægis að þessarri hugmynd var hrint í framkvæmd og hafist handa við undirbúning fyrstu Reykjavíkurleikanna en þeir fóru fram árið 2008.

Fyrstu árin fóru leikarnir fram á einni helgi og var þá fjöldi mótshluta 8-12. Árið 2013 var keppninni fyrst skipt niður á tvær helgar og hafa mótshlutarnir síðan þá verið 16-20 talsins. Fyrstu árin voru erlendir gestir um 200 talsins en árið 2019 fóru þeir í fyrsta sinn yfir 700. Um 1500-2000 íslenskir íþróttamenn taka þátt í leikunum ár hvert.

Reykjavik International Games fer fram í tólfta sinn dagana 24.janúar til 3.febrúar 2019. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna hluti af dagskránni.

Nánari upplýsingar um leikana eru veittar á skrifstofu ÍBR:

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegi 6
104 Reykjavík
Sími: 535 3700
[email protected]

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]