Efni frá ráðstefnum fyrri ára

Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um íþróttir og ofbeldi.

Hér fyrir neðan má finna upptökur frá ráðstefnunni. Einnig er hægt að horfa á allar upptökurnar hér á Youtube rás RIG.

Dagskrá ráðstefnu og málstofa

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík og svo verða vinnustofur um sama málefni fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Prentvænna útgáfu af dagskrá má finna hér.

Miðvikudaginn 30. janúar, ráðstefna - Háskólanum í Reykjavík

10:30 – 11:40            
Setning  
Lilja D. Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra

Rannsóknir og lögin

10:40 – 11:20            
Gender-based Violence in Sport: what are the key issues?
Dr. Sandra Kirby, prófessor Emerita í Háskólanum í Winnipeg í Kanada

11:20 – 11:45            
Jákvæð áhrif íþrótta
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari á Íþróttafræðisviði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greining ehf.

11:45 – 12:00            
Íþróttastarf út frá réttindum barna 
Dr. Salvör Nordal, umboðsmaður barna 

12:00 – 12:15            
#metoo og hinn lagalegi veruleiki
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður

12:15 – 12:40             
Vulnerable populations in sport: the elite child athlete, the para athlete and the LGBTQ* athlete
Dr. Sandra Kirby, prófessor Emerita í Háskólanum í Winnipeg í Kanada

12:40 – 13:25             
Hádegishlé

 

Raddir þolenda og klefamenning  

13:25 – 13:35          
Sextíu og tvær hetjur eða sextíu og tvær ósannindakonur?
Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, félagsráðgjafi og meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu

13:35 – 14:05             
The long-term effects of child sexual abuse
Dr. Colin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu hjá Chelsea FC

14:05 – 14:25             
Klefinn – þar sem ekkert vex né dafnar
Arnar Sveinn Geirsson, knattspyrnumaður hjá Val   

14:25 – 15:00
A dream destroyed and lives shattered
Karen Leach, fyrrverandi sundkona frá Írlandi

15:00 – 15:30             
Pallborðsumræður – Hvað getur íþróttasamfélagið gert betur?   
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona, stýrir umræðum
Embla Kristínardóttir, leikmaður í körfuknattleik
Guðrún Karítas Garðarsdóttir, móðir boccia leikmanns
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnudeildar og jafnréttisnefndar Fylkis

15:30 – 15:45             
Kaffihlé

Aðgerðir og framtíðarsýn

15:45 – 16:05             
Voices for truth and dignity in European Sport: The Voice project and its legacy
Dr. Mike Hartill, reader við Edge Hill háskólann í Englandi           

16:05 – 16:35             
How to prevent and how to react to sexual harassment and abuse in sport. Experiences from Norway
Håvard Ovregård, ráðgjafi sem ber ábyrgð á vinnu gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi hjá norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu og íþróttasamband fatlaðra

16:35 – 16:50             
#metoo og íþróttahreyfingin
Ragnhildur Skúladóttir, sviðstjóri Þróunar og fræðslusviðs ÍSÍ

16:50 – 17:00             
Samantekt og ráðstefnuslit
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs mun slíta ráðstefnunni.

Fimmtudagurinn 31. janúar kl.10-12 - Íþróttamiðstöðinni Laugardal

Vinnustofa 1: Ábyrgð íþróttahreyfingarinnar – hvað gerum við?

 • Fyrir hverja: Starfsfólk íþróttafélaga (þjálfara og aðstoðarfólk, starfsfólk íþróttafélaga, sjúkraþjálfarar/nuddarar) stjórnir íþróttafélaga, sérsambönd, íþróttahéruð
 • Hvað á að taka fyrir: Forvarnir og fræðsla, hvernig á að bregðast við, læra að þekkja einkenni, viðbrögð, leiðir, eftirfylgni.

Vinnustofa 2: Samvinna að öruggara umhverfi

 • Fyrir hverja: Lögreglu, barnavernd, umboðsmaður barna, sveitarfélög.
 • Hvað á að taka fyrir: Viðbrögð og leiðir, skilgreiningar, verkaskipting, verkferlar, áætlanir.

Vinnustofa 3: Meiri þekking – öflugri forvarnir

 • Fyrir hverja: Háskólasamfélagið og rannsakendur.
 • Hvað á að taka fyrir: Hvaða rannsóknir og upplýsingar eru til, hvað er verið að rannsaka núna, áform um rannsóknir, samstarf erlendis, rannsakendur.

Fyrirlesarar

Á meðal fyrirlesara eru þekktir erlendir og innlendir einstaklingar:

 • Lilja D. Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra
 • Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, félagsráðgjafi MA og meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu. Hún hefur sérhæft sig í áfallafræðum, ofbeldi innan íþrótta og starfar við áfallameðferð.
 • Sandra Kirby, Prófesor Emerita í Háskólanum í Winnipeg, Kanada. Phd. í Sálfræði. Fyrrverandi Ólympíufari fyrir Kanada í róðri. Stofnandi WomenSport International Task Force on Sexual Harrasment and Abuse. Fyrrverandi meðlimur í aðgerðarhóp UNICEF sem rannsakaði og veitti ráðgjöf til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í íþróttum. Er í ráðgjafanefnd fyrir Out in the Fields, rannsókn á fordómum gagnvart hinsegin fólki í heimi íþróttanna.
 • Dr. Mike Hartill, Reader frá Háskólanum Edge Hill, Englandi. Hefur haldið fyrirlestra um barnavernd í íþróttum síðan árið 2002. Hann meðstýrir verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda. Skrifaði Sexual Abuse in Youth Sport: A sociocultural analysis og ritstýrði Safeguarding, Child Protection and Abuse in Sport ásamt Melanie Lang. Er ráðgjafi fyrir sjálfstæða rannsókn ensku knattspyrnusamtakanna (e. English Football Association) um kynferðislega misnotkun barna í knattspyrnu.
 • Karen Leach, fyrrverandi sundkona frá Írlandi. Þolandi kynferðisofbeldi frá aldrinum 10 – 17 ára frá hendi þjálfara síns. Er ein af röddunum í verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda.
 • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari á Íþróttafræðisviði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greining ehf.
 • Dr. Colin Harris, fyrrverandi atvinnumaður hjá Chelsea.
 • Salvör Nordal, Doktor í heimspeki frá University of Calgary í Kanada 2014. Skipaður umboðsmaður barna árið 2017.
 • Þorbjörg I. Jónsdóttir, útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993. Þorbjörg Inga hefur einnig hlotið diploma í alþjóðarétti frá Háskólanum í Helsinki og mannúðarrétti frá alþjóðaráði Rauða krossins og lauk námi í viðskipta- og rekstrarfræði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands árið 2000.
  Þorbjörg Inga er hæstaréttarlögmaður á eigin lögmannsstofu, Lagaþingi, og hefur starfað við lögmennsku frá árinu 1996 og verið stundakennari í kröfurétti o.fl. við Háskólann á Bifröst frá 2007.   Þorbjörg Inga var formaður Kvenréttindafélags Íslands um árabil og hefur verið í fyrirsvari fyrir Kvennaráðgjöfina frá 1997, sem er endurgjaldslaus lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.
 • Arnar Sveinn Geirsson, er 27 ára gamall og hefur lifað og hrærst í íþróttum allt sitt líf og spilaði bæði handknattleik og knattspyrnu til 17 ára aldurs en þá valdi hann það síðarnefnda.  Síðustu tvö ár hefur hann orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Val. Hann steig nýlega fram og greindi frá því að hafa unnið illa eða alls ekki úr móðurmissi sem hann varð fyrir 11 ára gamall. Hann áttaði sig ekki á því fyrr en nýlega hvernig klefamenningin og stemningin almennt í íþróttaheiminum er og að þessi stemning væri ekki til þess fallin að hjálpa einstaklingum sem lenda í áföllum eða erfiðleikum.
 • Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.
 • Håvard Ovregård, er ráðgjafi norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu og íþróttasambandi fatlaðra í Noregi. Hann stýrir vinnu sambandanna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Tók þátt í að búa til norskar leiðbeiningar gegn kynferðislegri áreitni (árið 2010) og bjó nýlega til leiðbeiningar til þess að meðhöndla mál af þessum toga. Er meðlimur í Pool of European Experts on Sexual Violence in Sport.

Verð

Ráðstefna, kr. 2.900
Vinnustofa, aðgangur ókeypis

Miðasalan fer fram á tix.is.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptökur af nokkrum fyrirlestrum frá fyrri árum

Ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni:

Ronald J. Maughan

Michael Rasmussen

Hajo Seppelt

 

Ráðstefna um góða stjórnunarhætti:  

Jane Allen

Michael Pedersen

Duffy Mahoney 

Samstarfsaðilar
 • Merki Korta
 • Garmin merkið
 • Merki Camelbak
 • Merki Suzuki
 • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins
 • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: [email protected]