
Sundkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 27. - 29. janúar 2023
Sundkeppnin verður sú sterkasta sem hefur verið á RIG, von er á um 180 erlendum keppendum en um 350 íþróttamenn munu stinga sér í sundlaugina.
Keppnin fer fram í Laugardalslaug:
- Föstudagur 16:30-20:00 – undanrásir og úrslit
- Laugardagur 9:30-12:45 – undanrásir
- Laugardagur 16:30-18:30 – úrslit
- Sunnudagur 9:30-12:45 – undanrásir
- Sunnudagur 16:30-18:30 – úrslit
Okkar besta og efnilegasta fólk mun stynga sér til sunds um helgina en einnig verða mjög sterkir erlendir sundmenn.
Sterkir keppendur
- Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar mætir til leiks, en hann hefur átt stórgott ár og keppt til úrslita á evrópumeistaramótinu í Róm á Ítalíu í sumar þar sem hann endaði 6. í 200m bringusundi og heimsmeistaramótini í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann endaði 6. í 200m bringusundi.Það verður því hörku keppni á milli Antons og Arno í bringusundsgreinunum á mótinu.
Til viðbótar verða mjög sterkir keppendur frá Bretlandi, Slóvakíu, Færeyjum, Noregi, Grænlandi, Rúmeníu, Úkraínu, Hong Kong, Frakklandi, Austurríki, Angóla, Ungverjalandi, Lettlandi og fleiri löndum og ansi líklegt að mótsmet falli í mörgum greinum.