Sundkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 26. - 28. janúar 2024
Það verður sannkölluð sundveisla í Laugardalslauginni þegar sterkasta sundfólk Íslands, Ólympíufarar og sterkt sundfólk frá norðurlöndunum, evrópu, asíu og víðar úr heiminum kemur saman til að hefja 50m tímabilið á þessu Ólympíuári. Sundkeppnin verður ein sú sterkasta sem hefur verið á RIG, von er á um 180 erlendum keppendum en um 350 íþróttamenn munu stinga sér í sundlaugina.
Keppnin fer fram í Laugardalslaug:
- Föstudagur 16:30-20:00 – undanrásir og úrslit
- Laugardagur 9:30-13:00 – undanrásir
- Laugardagur 17:00-19:30 – úrslit
- Sunnudagur 9:30-13:00 – undanrásir
- Sunnudagur 17:00-19:30 – úrslit
- Okkar besta og efnilegasta fólk mun stynga sér til sunds um helgina en einnig verður sterkt erlent sundfólk.
- Silfurverðlaunahafinn frá EM, Anton Sveinn McKee, og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París 2024, koma heim, en þau voru að gera það gott á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember.
Hlekkur fyrir nánari upplýsingar um mótið:https://www.sundsamband.is/rig