
28. janúar í Laugardalshöll
Úrslitin 13:00-15:00 í beinni á RÚV
Upplýsingar
Búist er við hörkukeppni í flestum flokkum, en hátt í 40 mæta til leiks á Reykjavik International Games 2023. Margir keppendur koma frá Skandinavíu.
Júdósamband Íslands verður með Reykjavik Judo Open í ellefta sinn þann 28. janúar 2023. Mótið er fyrir öldunga, karla og konur og er hluti af Reykjavik International Games, (RIG) fjölíþróttaviðburði. Undanfarin ár hafa verið keppendur frá CZE, ESP, FRA, GER, GBR, POL, RUS, SVK, UKR og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa keppendur hafa keppt á Reykjavik Judo Open í gegnum tíðina eins og Jeroen Casse (BEL) Marcus Nyman og Robin Pacek (SWE) og David Klammert og Jakub Jecminek (CZE) og Tagir Khaibulaev (RUS) svo eitthvað sé nefnt.
Það sem gerir viðburðinn í ár enn sérstakari er sú staðreynd að hann fagnar 50 ára afmæli Júdósambands Íslands.
Dagskrá:
9:00-12:00 Forkeppni
13:00-15:00 Úrslitaviðureignir og opnir flokkar
15:15-15:30 Verðlaunaafhending
Ýmsar upplýsingar koma einnig inn á facebook síðu Judosambands Íslands
Staðsetning
Laugardalshöll
Engjavegur 8
104 Reykjavík