Pílukast

Reykjavíkurleikarnir í Pílukasti verða dagana 3. - 4. febrúar 2023

Pílan hefur verið hluti af Reykjavik International Games í nokkur ár núna og viðburðurinn í ár verður sá stærsti til þessa með leikmenn víðsvegar að af landinu sem stefna að því að verða meistari!

Round robin verður spilaður föstudaginn 3. og Knockout stigin verða laugardaginn 4 með beinni streymi í boði báða dagana, föstudag frá 19:30 og laugardag frá 10:30. Bein útsending á laugardaginn verður fram að undanúrslitum í karlaflokki og fram að úrslitum í kvennaflokki. Undanúrslit karla og úrslit og úrslit kvenna verða sýnd á Stoð 2 Sport laugardaginn 4. frá klukkan 19:30.

Sigurvegarar í bæði karla- og kvennakeppnum munu fá boð á WDF World Masters þar sem leikmenn geta unnið sér sæti á WDF World Championship!

Live Darts Iceland mun sjá um beinar útsendingar yfir helgina.

Dagskrá

  • Riðlakeppni fer fram á föstudeginum 3. febrúar frá kl: 19:00 hjá PFR, Tangarhöfða 2
  • Útsláttarkeppnin fer síðan fram 4. febrúar frá kl: 10:30 hjá Bullseye, Snorrabraut 37
  • Úrslitaleikirnir verða síðan sýndir í beinni kl 19:30.

Samstarfsaðilar

  • Merki Suzuki
  • Merki Mennta og menningarmálaráðuneytisins