Ráðstefna

Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu um íþróttir og ofbeldi.

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík og svo verða vinnustofur um sama málefni fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Á ráðstefnunni verða fjölbreytt erindi, meðal annars:

  • Nýjasta tölfræði um ofbeldi í íþróttum um allan heim
  • Kynning á Voices for truth and dignity - verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda.
  • Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi
  • Reynslusögur frá þolendum ofbeldis.

Á meðal fyrirlesara eru þekktir erlendir og innlendir einstaklingar:

  • Lilja D. Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra
  • Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, félagsráðgjafi
  • Sandi Kirby - Prófesor Emerita í Háskólanum í Winnipeg, Kanada. Phd. í Sálfræði. Fyrrverandi Ólympíufari fyrir Kanada í róðri. Stofnandi WomenSport International Task Force on Sexual Harrasment and Abuse. Fyrrverandi meðlimur í aðgerðarhóp UNICEF sem rannsakaði og veitti ráðgjöf til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í íþróttum. Er í ráðgjafanefnd fyrir Out in the Fields, rannsókn á fordómum gagnvart hinsegin fólki í heimi íþróttanna.
  • Mike Hartill - Reader frá Háskólanum Edge Hill, Englandi. Hefur haldið fyrirlestra um barnavernd í íþróttum síðan árið 2002. Hann meðstýrir verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda. Skrifaði Secual Abuse in Youth Sport: A sociocultural analysis og ritstýrði Safeguarding, Child Protection and Abuse in Sport ásamt Melanie Lang. Er ráðgjafi fyrir sjálfstæða rannsókn ensku fótboltasamtakanna (e. English Football Association) um kynferðislega misnotkum barna í fótbolta.
  • Karen Leach fyrrverandi sundkona frá Írlandi. Þolandi kynferðisofbeldi frá aldrinum 10 – 17 ára frá hendi þjálfara síns. Er ein af röddunum í verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Ráðstefnur fyrri ára

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptökur af nokkrum fyrirlestrum frá fyrri árum

Ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni:

Ronald J. Maughan

Michael Rasmussen

Hajo Seppelt

 

Ráðstefna um góða stjórnunarhætti:  

Jane Allen

Michael Pedersen

Duffy Mahoney 

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - sími: 5353700 - netfang: ibr@ibr.is